Um vefinn

Vefurinn bilfar.is er vettvangur fyrir þá sem vilja bjóða eða nýta far sem býðst í einkabíl með öðum. 

Þessum ferðamáta er ekki ætlað að keppa við þá sem fyrir eru, þ.e. strætisvagna, áætlunar-bíla, leigubíla eða flug, heldur miklu fremur að vera viðbót við þá þar sem þeir eru ekki í boði eða nýtast ekki, með það í huga að minnka þörf fyrir einkabílinn.

Ávinningur af þessu fyrir samfélagið eru fjölbreyttari samgöngumátar; betri nýting verðmæta, þ.e. ökutækja og umferðarmannvirkja; minni umferð og þar með væntanlega aukið umferðaröryggi; minni orkunotkun; minni mengun; minna vegslit; minni þörf fyrir bifreiðastæði og þar með landrými; fjárhagslegur sparnaður farþega og vonandi skemmtilegra samfélag. 

Ávinningur fyrir þá sem bjóða far er betri nýting ökutækisins; oft aukið öryggi þar sem fleiri fylgjast með akstrinum eða eru á ferð á fáförnum slóðum, stundum við erfiðar aðstæður;  ávinningur vegna þátttöku farþega í kostnaði ef um það hefur samist; aukið öryggi og hugsanlega góður félagsskapur.

Ávinningur þeirra sem þiggja far er að komast leiðar sinnar á þægilegan og ódýran hátt.

Vefnum er haldið úti af Samgöngufélaginu, www.samgongur.is , netfang samgongur@samgongur.is.