Skilmálar

Ekki bjóða eða þiggja far nema þú sért viss um að það sé öruggt.  Þeir sem þiggja eða bjóða far gangast undir eftirfarandi skilmála:

A)  Ökumaður:

 • Skal ekki vera yngri en 18 ára.
  Skal vera svo vel á sig kominn að hann geti ekið af öryggi.  
 • Skal vera jákvæður, tillitssamur og ekki með áreitni við farþega.   
 • Ræður hvar farþegi situr, hvort kveikt er á útvarpi eða hljómflutningstækjum, hvort miðstöð sé í gangi, gluggar opnir o.s.frv.
 • Skal gefa upp kílómetrastöðu í upphafi og lok ferðar liggi ekki fyrir hver vegalengdin er.
 • Skal forðast að reykja og stilla neyslu matar eða sætinda í hóf.

B)  Ökutækið:

 • Skal vera í góðu lagi, með gildar tryggingar og skoðun samkvæmt lögum.
 • Skal vera hreint, lykarlaust og snyrtilegt að innan og helst einnig að utan.
 • Skal vera með nægilegt rými fyrir farþega og sem minnst af lausum munum. 

C)  Aksturinn

 • Miðað er við að ekin sé greiðasta eða stysta leið á viðurkenndum akleiðum.
 • Að hámarki skal gera hlé á ferðinni fimmtung (20%) þess tíma sem áætluð ferð tekur.
 • Ekið skal í samræmi við umferðarreglur  og aðstæður hverju sinni.
 • Við aksturinn skal viðhöfð full aðgát og þess gætt að farþegi hafi ekki ástæðu til að óttast öryggi sitt eða verði fyrir óþægindum vegna aksturslags, t.d. bremsað sé snöggt, ekið óþægilega nærri ökutæki á undan o.s.frv.
 • Ekki er gert ráð fyrir að farþega sé ekið heim að dyrum nema um það semjist en miða má við næstu biðstöð áætlunarbíla.  Ávallt skal þó stöðvað innan þéttbýlissvæðis sem um var samið.

D)  Farþegi

 • Skal ekki vera yngri en 18 ara nema til komi samþykki forráðamanns.
 • Skal alls ekki vera undir áhrifum áfengis, vímuefna eða lyfja.
 • Skal vera þurr og hreinn til fara.
 • Skal ávallt spenntur í öryggisbelti.
 • Skal vera jákvæður, kurteis, ekki með áreitni  og ekki trufla ökumann við aksturinn.
 • Skal ekki reykja né neyta neins í ökutækinu án samþykkis ökumanns nema hugsanlega sælgætis og svaladrykkja í traustum umbúðum.
 • Skal forðast að tala í síma og ekki vera með heyrnartól nema með samþykki ökumanns.
 • Skal ekki hafa með sér annað en handfarangur á styttri ferðum en 30 km nema um það semjist.
 • Farþegi skal sjálfur í upphafi og lok ferðar koma fyrir og fjarlægja farangur í farangurshólfum nema um annað semjist.
 • Þótt skráður farþegi taki við akstri af skráðum ökumanni hefur hann eftir sem áður stöðu farþega skv. reglum þessum

E) Greiðslur

 • Semja skal um greiðslur fyrir ferð áður en ferð hefst.
 • Skulu ekki vera hærri á mann en samið var um eða tilgreint er á bílfarsvefnum.
 • Greiða skal í reiðufé eða inn á bankareikning ökumanns ekki síðar en í lok ferðar.
 • Farþegi á ekki rétt á kvittun né að fá gefið til baka nema um það semjist.